Gjafabréf

Hótel Búðir býður upp á úrval gjafabréfa. Hægt er að fá upplýsingar um hvað er innifalið í gjafabréfunum og hægt er að kaupa gjafabréf með því að hafa samband við okkur í síma 435 6700.

Brúðkaup á Búðum

Brúðkaup haldin á hótel Búðum eru okkur sérstaklega hugleikin. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að gera daginn ánægjulegann og einstakann.

Norðurljós á Búðum

Á glæpahelgi eru flestir gestir ekki í neinu öðru hlutverki en einmitt því: Að vera gestur á hótel Búðum eina helgi. Þetta er fólk úr ýmsum áttum, sumir þekkjast eitthvað innbyrðis, flestir alls ekki neitt.

Draumastund á Snæfelsnesi bíður þín

Bókaðu herbergi hér

HÓTEL BÚÐIR SNÆFELLSNESI

Hótel Búðir eru tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel á Íslandi í aðeins tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hótelið er staðsett á suðvestanverðu Snæfellsnesi í nágrenni við helstu náttúruperlur Íslands.  Náttúrufegurð í umverfi þess er einstök þar sem Snæfellsjökull gnæfir tignarlegur í norðvestri en í suðri sleikir Atlandshafið gulleita ströndina.  Alllt í kringum hótelið er Búðahraun sem  var friðlýst árið 1977 og er heill heimur út af fyrir sig með fjölbreyttum gróðri, fonri götu og Búðahelli.  

Það er kjörið að dvelja á Hótel Búðum hvort sem er til funda- og ráðstefnuhalds, til að viðhalda rómantíkinni eða bara til að njóta alls þess sem hótelið og náttúran hefur upp á að bjóða.  Hótelið býður upp á 28 glæsilega innréttuð herbergi og veitingastaðurinn býður upp á rómaða sælkerarétti úr gæðahráefni.

Kyrrðin í sveitinni og kraftur jökulsins ganga gestum á hönd og eru þeim orkurík uppspretta frjórra hugmynda. Það er því ávallt góð hugmynd að dvelja á Hótel Búðum hvort sem er til funda- og ráðstefnuhalds eða í persónulegum – að ekki sé talað um rómantískum erindum.

Screen Shot 2013-10-07 at 13.34.27

Skráðu þig á póstlistann okkar:

maillistside

Um Hótel Búðir

Við sjáum fúslega um skipuleggja útivist eða afþreyingu fyrir gesti eftir óskum. Á Snæfellsnesi er margt í boði allt frá golfi upp í vélsleðaferðir á Snæfellsjökul. Leitið upplýsinga hjá okkur í síma 435 6700 og tryggðu þér ógleymanlega ferð á Hótel Búðir.

Hafðu samband!
  • Hótel Búðir
  • 365 Snæfellsnes
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2016 Hótel Búðir. - Allur réttur áskilinn