Hótel Búðir
Hótel Búðir er tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel á Íslandi í aðeins tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta glæsilega hótel er einstakt í sinni röð útbúið öllum nútímaþægindum, andrúmsloftið er heillandi, þjóustan framúrskarandi og síðast en ekki síst matargerð í sérflokki.
Kyrrðin í sveitinni og kraftur jökulsins umvefur alla þá er sækja svæðið heim og eru þeim orkurík uppspretta frjórra hugmynda. Það er góð hugmynd að dvelja á Hótel Búðum hvort sem er til funda- og ráðstefnuhalds eða í persónulegri – að ekki sé talað um rómantískum erindagjörðum.