Hótel Búðir

Hótel Búðir er tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel á Íslandi í aðeins tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta glæsilega hótel er einstakt í sinni röð útbúið öllum nútímaþægindum, andrúmsloftið er heillandi, þjóustan framúrskarandi og síðast en ekki síst matargerð í sérflokki.

Kyrrðin í sveitinni og kraftur jökulsins umvefur alla þá er sækja svæðið heim og eru þeim orkurík uppspretta frjórra hugmynda. Það er góð hugmynd að dvelja á Hótel Búðum hvort sem er til funda- og ráðstefnuhalds eða í persónulegri  – að ekki sé talað um rómantískum erindagjörðum.

Budir_naeturmyrkur

Herbergi-002

HERBERGIN

Öll herbergin á Hótel Búðum eru heillandi og með stórbrotnu útsýni.  Hvert og eitt er útbúið öllum helstu nútímaþægindum eins og sturtu og/eða baðkari, sjónvarpi, DVD spilara og háhraða nettengingu.  Herbergin á hótelinu eru ferns konar; Svíta, Deluxe-herbergi, Standard herbergi, og Loft-herbergi.

Skoða Herbergin

MATURINN

Maturinn á Búðum hefur lengst af verið eitt helsta aðdráttarafl staðarins og er margrómaður fyrir einstaka rétti.

Skoða veitingasalinn

Oliver_Eriksen_IMG_20150927_095152

Upplýisngar

UPPLÝSINGAR

Upplýsingar um gæludýr og aðgengi fatlaðra er hægt að nálgast hér, ásamt skilmálum og leiðbeiningum um ferðalagið.

 

Skoða upplýsingar

Um Hótel Búðir

Við sjáum fúslega um skipuleggja útivist eða afþreyingu fyrir gesti eftir óskum. Á Snæfellsnesi er margt í boði allt frá golfi upp í vélsleðaferðir á Snæfellsjökul. Leitið upplýsinga hjá okkur í síma 435 6700 og tryggðu þér ógleymanlega ferð á Hótel Búðir.

Hafðu samband!
  • Hótel Búðir
  • 365 Snæfellsnes
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2016 Hótel Búðir. - Allur réttur áskilinn