Til Búða frá Reykjavík

Ekið er frá Reykjavík til Borgarness (þjóðvegur nr. 1). Á leiðinni ferðu um Hvalfjarðargöng og er gjaldið í dag 800 kr. fyrir venjulega fjölskyldubifreið. Ekið er í gegnum Borgarnes og áfram vestur, til vinstri úr hringtorgi við verslun Húsasmiðjunnar. Ekið er um þjóðveg nr. 54 í átt að Stykkishólmi. Við verslun N1 við Vegamót er haldið áfram út og vestur nesið.

Þegar komið er að Fróðárheiði er beygt til vinstri og ekið eftir þjóðvegi nr. 574 í átt að Arnarstapa. Skammt eftir þá beygju er afleggjarinn að Búðum á vinstri hönd.

Með þyrlu eða rútu til Búða: Starfsfólk Búða er þér innan handar með skipulagningu ferða upp á Búðir hvernig sem þú kýst að koma m.a. með þyrlu eða rútu. Hafðu samband og leitaðu frekari upplýsinga.

Akið varlega, góða ferð.

GÆLUDÝRAHALD

Við tökum fagnandi á móti gestum með hunda eða ketti, en þó svo með eftirfarandi fyrirvörum.

Vinsamlega hafið samband ef það eru einhverjar spurningar um dvöl á hótelinum með gæludýr.

  • Hótelgestir sem hyggjast gista á Búðum og koma með gæludýr verða að bóka með sérstökum fyrirvara með ákveðin herbergi undir gæludýr.
  • Mest tveir hundar í herbergi.
  • Hundar eða kettir mega ekki ganga um lausir.
  • Ekkert aukagjald er tekið fyrir dvöl með gæludýr.
  • Kostnaður vegna skemmda af hálfu gæludýrs fellur á ábyrgðaraðila gæludýrsins.
Um Hótel Búðir

Við sjáum fúslega um skipuleggja útivist eða afþreyingu fyrir gesti eftir óskum. Á Snæfellsnesi er margt í boði allt frá golfi upp í vélsleðaferðir á Snæfellsjökul. Leitið upplýsinga hjá okkur í síma 435 6700 og tryggðu þér ógleymanlega ferð á Hótel Búðir.

Hafðu samband!
  • Hótel Búðir
  • 365 Snæfellsnes
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2016 Hótel Búðir. - Allur réttur áskilinn