Veitingasalurinn:
Tekur um 80 manns í sæti í mat, en hefur einnig verið notaður sem dansgólf eftir matinn.
Bárðarstofa á 2. hæð:
Tekur um 25 manns í sæti, ef um minni veislu er að ræða mælum við eindregið með þessum sal, hann hefur einstaklega fallegt útsýni yfir Búðarósinn.
Móttakan: Móttakan er sniðin að óskum hvers og eins, hvort sem um ræðir kampavín, freyðivín eða aðrir drykkir, einnig er hægt að panta forrétti eða snittur.