Ógleymanlegur dagur í stórbrotinni náttúru

Brúðkaup haldin á Hótel Búðum eru okkur sérstaklega hugleikin og gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að gera daginn ánægjulegan og einstakan. Hótelið sjálft, aðbúnaður og sú náttúrufegurð sem blasir við hvert sem litið er gerir það að verkum að Hótel Búðir eru einstaklega rómantískur staður. Gyllt ströndin, svört hraunbreiðan og sjálfur Snæfellsjökull eru bakgrunnurinn Hótelsins og í nokkurra metra fjarlægð er Búðakirkja.  Athöfnin sjálf getur átt sér stað í kirkjunni, á ströndinni, úti í hrauni eða við rætur jökulsins svo eitthvað sé nefnt.  

Það eru 28 tveggja manna herbergi á hótelinu, þar af 1 svíta, 9 deluxe herbergi, 10 standard twin herbergi og 8 queen loftherbergi.

Mögulegt er að gera öll herbergin að einstaklingsherbergi ef þess er óskað. Ef allt hótelið er bókað undir brúðkaupið er hægt að bjóða uppá hádegisdögurð í stað morgunverðar gegn auka gjaldi.

Verðin eru breytileg eftir árstíma og þeim fjölda herbergja sem bókaður er. Vinsamlegast hafið samband tímanlega við skipulagningu brúðkaups og við leggjum okkur fram við að gera daginn ógleymanlegan.

Vinsamlega sendu fyrirspurn um þjónustu okkar  tengslum við brúðkaup og veisluhald á wedding@budir.is og við finnum út eitthvað skemmtilegt og spennandi.

Screen Shot 2013-10-07 at 13.34.27

Screen Shot 2013-10-07 at 13.36.26

AÐSTÆÐUR

Móttökusvæðið og móttökubarinn tekur um 120 manns í standandi boð og eru oft notuð fyrir móttökur og kokteilboð. Ef veður leyfir er einnig mögulegt að hafa boðið utandyra. Auk þess er mögulegt að nota svæðið undir dansleik og skemmtun eftir matinn. 

Veitingasalurinn tekur um 80 manns í sæti í mat en hefur einnig verið notaður sem dansgólf eftir matinn.

Bárðarstofa á 2. hæð tekur um 25 manns í sæti og sé um smærri veislur að ræða mælum við eindregið með þessum sal. Hann hefur einstaklega fallegt útsýni yfir Búðarósinn.

Mögulegt er að hafa brúðkaupið allt eða að hluta til utandyra, en það er að sjálfsögðu háð veðri. Hvert brúðkaup er sérsniðið og eru ýmsir möguleikar í boði. Mögulegt er að stækka matsalinn með því að setja upp 100 manna tjald.

Athöfnin

Kirkjuna er hægt að bóka hjá sóknarprestinum í síma 435 6729. Hann getur bæði bókað fyrir ykkur kirkjuna og séð um athöfnina ef þess er óskað. Kirkjan tekur allt að 70 manns í sæti.

Einnig er möguleiki á annars konar athöfn, þá úti við eða inná hótelinu, þeir möguleikar eru skoðaðir sérstaklega eftir óskum og veðri.

Móttakan

Móttakan er sniðin að óskum hvers og eins, hvort sem um ræðir kampavín, freyðivín eða aðrir drykkir, einnig er hægt að panta forrétti eða snittur.

Matur og vín

Þar sem okkar markmið er að uppfylla óskir gestanna, þá reynum við eftir fremsta megni að aðlaga mat og vín að smekk hvers og eins. Endilega látið okkur vita af öllum séróskum og við gerum okkar til að allir séu ánægðir.

Screen Shot 2013-10-07 at 13.30.35

Skreytingar

Skreytingar eru eftir óskum hvers og eins, ef þess er óskað þá er salurinn, móttakan eða önnur svæði skreytt eftir óskum brúðhjónanna. Við getum séð um að útvega það sem til þarf. Verð á skreytingum er breytilegt og fer eftir árstíma og framboði.

Ljósmyndara, hárgreiðslumeistara og blómaskreyti getum við bókað ef þess er óskað.

Allur matur og vín er keypt af Hótel Búðum og er verðið samkvæmt matseðli eða samkomulagi.

Fyrir óskir um nánari eða fleiri upplýsingar endilega hafið samband við móttöku Hótel Búða í síma 435 6700 eða á wedding@budir.is.

Um Hótel Búðir

Við sjáum fúslega um skipuleggja útivist eða afþreyingu fyrir gesti eftir óskum. Á Snæfellsnesi er margt í boði allt frá golfi upp í vélsleðaferðir á Snæfellsjökul. Leitið upplýsinga hjá okkur í síma 435 6700 og tryggðu þér ógleymanlega ferð á Hótel Búðir.

Hafðu samband!
  • Hótel Búðir
  • 365 Snæfellsnes
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2016 Hótel Búðir. - Allur réttur áskilinn