Hér fyrir neðan má sjá úrval gjafabréfa og upplýsingar um hvað er innifalið í þeim. Hægt er að kaupa gjafabréf með því að hafa samband við okkur í síma 435 6700.

Hamingjudagar

Gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi með fimm rétta veislukvöldverðinum „Eftir kenjum kokksins“ bæði kvöldin ásamt morgunverðarhlaðborði. Óvæntur glaðningur bíður gesta á herbergi. Verð: 97.400 kr.

Hátíðisdagar

Gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi með fimm rétta „Eftir kenjum kokksins“ annað kvöldið ásamt morgunverðarhlaðborði báða morgna. Óvæntur glaðningur bíður gesta á herbergi. Verð: 77.200 kr.

Ævintýradagar

Gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi ásamt morgunverðarhlaðborði. Verð: 60.000 kr.

Dekurdagur

Gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi með fimm rétta veislukvöldverðinum „Eftir kenjum kokksins“ ásamt morgunverðarhlaðborði. Óvæntur glaðningur bíður gesta á herbergi. Verð: 53.900 kr.

Vetrargjöf

Gisting fyrir tvo í tveggja manna herbergi og þriggja rétta veislukvöldverður „Eftir kenjum kokksins“. Óvæntur glaðningur bíður gesta á herbergi. Verð: 39.900 kr.

Lukkudagur

Gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi ásamt morgunverðarhlaðborði. Verð: 30.000 kr.

Gjafabréf eftir óskum

Gjafabréf að eigin vali. Þú hefur samband, ákveður upphæð og útfærslu og við útbúum gjafabréf eftir þínum óskum.

Um Hótel Búðir

Við sjáum fúslega um skipuleggja útivist eða afþreyingu fyrir gesti eftir óskum. Á Snæfellsnesi er margt í boði allt frá golfi upp í vélsleðaferðir á Snæfellsjökul. Leitið upplýsinga hjá okkur í síma 435 6700 og tryggðu þér ógleymanlega ferð á Hótel Búðir.

Hafðu samband!
  • Hótel Búðir
  • 365 Snæfellsnes
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2016 Hótel Búðir. - Allur réttur áskilinn