Við kappkostum að vera með fjölbreytt úrval af áfengum og óáfengum drykkjum. Léttvín hússins velur vínþjónn okkar af kostgæfni auk þess sem við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af innlendum bjór. Þá erum við með grappa- og viskí safn með rætur til fjarlægra heimsálfa og kjörið að njóta á kvöldin eftir velheppnaðan dag.