„Mekka Íslenskrar matagerðar“ 

Maturinn á Búðum hefur lengst af verið eitt helsta aðdráttarafl staðarins og er margrómaður fyrir einstaka fiskrétti, lambakjötsrétti, óviðjafnanlega forrétti og ógleymanlega eftirrétti. Veitingastaðurinn var á sínum tíma frumkvöðull á Íslandi í þeirri matargerð sem tengist "New Nordic Cuisine" þar sem ferskt íslenskt gæðahráefni er í aðalhlutverki og leggjum við okkur fram við að viðhalda þeirri hefð og metnaði sem hefur ávallt verið hafður að leiðarljósi á veitingastaðnum.

Kvöldverður á Búðum er upplifun út af fyrir sig í mögnuðu umhverfi náttúrunnar þar sem Snæfellsjökull trónir tignarlegur í bakgrunninum.  Hótelið sjálft og veitingastaðurinn er innréttaður þannig að andrúmsloftið sé í senn heimilislegt og notalegt þar sem starfsfólk okkar veitir þér fyrsta flokks þjónustu. Við færum þér lystisemdir íslenskrar matargerðar í formi upplifunar sem er órjúfanleg staðnum. Við notum eingöngu ferskt íslenskt hráefni í hæsta gæðaflokki með áherslu á fisk og lambakjöt.

Þetta er umgjörðin utan um ógleymanlega máltíð á Búðum. Það skyldi heldur engan undra þegar einn helsti matgæðingur Íslands sagði að að á Búðum væri "Mekka íslenskrar matargerðar".

Við hvetjum kokkana okkar til dáða í skapandi matargerðarlist og bjóðum stolt upp á íslenskan sælkeramat.

Maturinn

Matseðill

Vínseðill

Floskur

Um Hótel Búðir

Við sjáum fúslega um skipuleggja útivist eða afþreyingu fyrir gesti eftir óskum. Á Snæfellsnesi er margt í boði allt frá golfi upp í vélsleðaferðir á Snæfellsjökul. Leitið upplýsinga hjá okkur í síma 435 6700 og tryggðu þér ógleymanlega ferð á Hótel Búðir.

Hafðu samband!
  • Hótel Búðir
  • 365 Snæfellsnes
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2016 Hótel Búðir. - Allur réttur áskilinn