FERÐAÞJÓNUSTA Á SNÆFELLSNESI
Við á Búðum erum reiðubúin til að aðstoða þig með og skipuleggja fyrir þig ýmsa afþreyingu á Snæfellsnesi. Það er af mörgu að taka, skipulagðar ferðir, útsýnisflug með þyrlu, hestaferðir, gönguferðir, sjóferðir, stangveiði, golf, ferðir með rútu eða safari-ferðir í breyttum jeppum. Möguleikarnir eru í raun óendanlegir, allt eftir hugmyndum þínum og væntingum. Leyfðu okkur að aðstoð þig, reynsla og þekking er okkar megin og kapp okkar að upplifun þín sé sem mest og best.