FERÐAÞJÓNUSTA Á SNÆFELLSNESI

Við á Búðum erum reiðubúin til að aðstoða þig með og skipuleggja fyrir þig ýmsa afþreyingu á Snæfellsnesi. Það er af mörgu að taka, skipulagðar ferðir, útsýnisflug með þyrlu, hestaferðir, gönguferðir, sjóferðir, stangveiði, golf, ferðir með rútu eða safari-ferðir í breyttum jeppum. Möguleikarnir eru í raun óendanlegir, allt eftir hugmyndum þínum og væntingum. Leyfðu okkur að aðstoð þig, reynsla og þekking er okkar megin og kapp okkar að upplifun þín sé sem mest og best.

Búðir-2013-157

Sæferðir

Ævintýrasiglingar frá Snæfellsnesi.

Í ferðunum með Sæferðum getur þú smakkað á hrárri hörpuskel beint úr sjónum, séð fjölbreytt fuglalífið á Breiðafirði, notið stórbrotinnar náttúrunnar og heimsótt kyrrlátu eyjuna Flatey og margt fleira.

Skoða ferð

SNJÓSLEÐAFERÐIR

Snjósleða- eða snjóbílaferðir á Snæfellsjökul eru skipulagðar frá Arnarstapa.Það eru einnig skíðalyfta að norðanverðu sem er að jafnaði opin bæði sumar sem vetur. Snjofell á Arnarstapa skipuleggur ferðir á jökulinn og er með reglubundnar ferðir um helgar sem og eftir samkomulagi.

Skoða ferð

HESTAFERÐIR

Á Snæfellsnesi eru nokkrar hestaleigur m.a. á Lýsuhóli. Starfsfólk Hótels Búða getur aðstoðað þig með að finna leigu og ferðatilhögun sem hentar þér. Í "Ferðaupplýsingum" má finna frekari upplýsingar um hestaleigur.

Skoða ferð
Um Hótel Búðir

Við sjáum fúslega um skipuleggja útivist eða afþreyingu fyrir gesti eftir óskum. Á Snæfellsnesi er margt í boði allt frá golfi upp í vélsleðaferðir á Snæfellsjökul. Leitið upplýsinga hjá okkur í síma 435 6700 og tryggðu þér ógleymanlega ferð á Hótel Búðir.

Hafðu samband!
  • Hótel Búðir
  • 365 Snæfellsnes
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2016 Hótel Búðir. - Allur réttur áskilinn