Norðurljósin

Þeggar hausta tekur og rökkrið leggst yfir taka magnaðar norðurljósasýningar við af miðnætursól sumarsins.  Margir af okkar erlendu gestum ferðast langar leiðir til að verða vitni að þessu sjónarspili sem er alltaf jafn heillandi þrátt fyrir að við sem hér búum séum vanari þessum sýningum.  Á Hótel Búðum eru kjöraðstæður til að fylgjast með þessu magnaða náttúrufyrirbæri þar sem ljósmengun er engin.  

Starfsfólk okkar stendur norðurljósavaktina þegar allar aðstæður eru til staðar og lætur gesti vita sé þess óskað.  Þá er um að gera að klæða sig í hlý föt og stíga út í kyrrðina og fylgjast með þessu náttúruundri.  Við opnum barinn og bjóðum upp á sérstakan Norðurljósakokteil sem barþjónar okkar hafa þróað og er ekki amalegt að dreypa á meðan norðurljósin dansa svo fagurlega um himinhvolfið.

 

IMG_2572-b-2

Um Hótel Búðir

Við sjáum fúslega um skipuleggja útivist eða afþreyingu fyrir gesti eftir óskum. Á Snæfellsnesi er margt í boði allt frá golfi upp í vélsleðaferðir á Snæfellsjökul. Leitið upplýsinga hjá okkur í síma 435 6700 og tryggðu þér ógleymanlega ferð á Hótel Búðir.

Hafðu samband!
  • Hótel Búðir
  • 365 Snæfellsnes
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2016 Hótel Búðir. - Allur réttur áskilinn