Umhverfið á Hótel Búðum

Hótel Búðir eru tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel á Íslandi í aðeins tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta glæsilega hótel er einstakt í sinni röð; staðsetning þess er einstök, það er útbúið öllum helstu þægindum, andrúmsloftið er heillandi,  þjónustan góð og síðast en ekki síst er það matargerðin sem er í sérflokki.

Hver árstíð hefur sinn sjarma og þá ekki síst haustið og veturinn þegar norðurljósin dansa svo fagurlega um himinhvolfið. 

Kyrrðin í sveitinni og kraftur jökulsins umvefur allt og alla verður fólki orkurík uppspretta frjórra hugmynda. Það er því ávallt ánægjulegt að dvelja á Hótel Búðum hvort sem er til funda- og ráðstefnuhalds eða í persónulegum – að ekki sé talað um rómantískum, erindum.

Saga Búða er áhugaverð, kynngimagnaður jökullinn er óútreiknanlegur og náttúrufegurðin heillandi.

Kirkjan á Búðum er gullfalleg sveitakirkja og fáir staðir eru jafn rómantískir fyrir brúðkaupsveislur og Hótel Búðir. Úr kirkjunni eru aðeins örfá skref yfir í hótelið.

Við sjáum fúslega um að skipuleggja útivist eða afþreyingu fyrir gesti eftir óskum. Á Snæfellsnesi er margt í boði allt frá golfi upp í vélsleðaferðir á Snæfellsjökul. Leitið upplýsinga hjá okkur í síma 435 6700 og tryggðu þér ógleymanlega ferð á Hótel Búðir.

Umhverfið

Umhverfid-2

Afþreying á Hótel Búðum

Í nágrenni Hótel Búða er margvísleg afþreying í boði.  Náttúran á svæðinu er stórbrotin og fjölskrúðug enda er hún vinsælt viðfangsefni ljósmyndara. Afþreying er af ýmsum toga og er t.a.m. hægt er að skella sér í stangveiði á Vatnasvæði Lýsu og Vatnsholtsár eða golf á einum af fjórum golfvöllum á Snæfellsnesi svo fátt eitt sé nefnt.  Starfsfólk Hótels Búða veitir allar nánari upplýsingar sé þess óskað.

Skoða Afþreyingu nánar

Ferðaþjónusta á Hótel Búðum

Ferðaþjónusta á svæðinu er mikil, en í boði er að smakka á hrárri hörpuskel í ævintýra bátsferð, snjósleðaferðir 1446 metrum yfir sjávarmáli eða löng hestaferð yfir lönd og ár.

Skoða ferðaþjónustu nánar

www.pix.is-365

Um Hótel Búðir

Við sjáum fúslega um skipuleggja útivist eða afþreyingu fyrir gesti eftir óskum. Á Snæfellsnesi er margt í boði allt frá golfi upp í vélsleðaferðir á Snæfellsjökul. Leitið upplýsinga hjá okkur í síma 435 6700 og tryggðu þér ógleymanlega ferð á Hótel Búðir.

Hafðu samband!
  • Hótel Búðir
  • 365 Snæfellsnes
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2016 Hótel Búðir. - Allur réttur áskilinn