Umhverfið á Hótel Búðum
Hótel Búðir eru tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel á Íslandi í aðeins tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta glæsilega hótel er einstakt í sinni röð; staðsetning þess er einstök, það er útbúið öllum helstu þægindum, andrúmsloftið er heillandi, þjónustan góð og síðast en ekki síst er það matargerðin sem er í sérflokki.
Hver árstíð hefur sinn sjarma og þá ekki síst haustið og veturinn þegar norðurljósin dansa svo fagurlega um himinhvolfið.
Kyrrðin í sveitinni og kraftur jökulsins umvefur allt og alla verður fólki orkurík uppspretta frjórra hugmynda. Það er því ávallt ánægjulegt að dvelja á Hótel Búðum hvort sem er til funda- og ráðstefnuhalds eða í persónulegum – að ekki sé talað um rómantískum, erindum.
Saga Búða er áhugaverð, kynngimagnaður jökullinn er óútreiknanlegur og náttúrufegurðin heillandi.
Kirkjan á Búðum er gullfalleg sveitakirkja og fáir staðir eru jafn rómantískir fyrir brúðkaupsveislur og Hótel Búðir. Úr kirkjunni eru aðeins örfá skref yfir í hótelið.
Við sjáum fúslega um að skipuleggja útivist eða afþreyingu fyrir gesti eftir óskum. Á Snæfellsnesi er margt í boði allt frá golfi upp í vélsleðaferðir á Snæfellsjökul. Leitið upplýsinga hjá okkur í síma 435 6700 og tryggðu þér ógleymanlega ferð á Hótel Búðir.